Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 24. júní 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vinicius telur að framtíð Mbappe sé í Madríd
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Vinicius Junior, kantmaður Real Madrid, er viss um að Kylian Mbappe muni á endanum koma til félagsins.

Hinn tvítugi Mbappe er á mála hjá Paris Saint-Germain, en hefur verið orðaður við Real Madrid. Þegar Eden Hazard var kynntur fyrir stuðningsmenn Madrídarstórveldisins á dögunum þá var kallað eftir Mbappe.

Mbappe er á leið í sitt þriðja tímabil með PSG en þessi magnaði leikmaður varð heimsmeistari með Frökkum í fyrra. Núgildandi samningur hans við PSG rennur út í júní 2023.

Real er sagt vera með áætlun um að kaupa hann á næsta ári.

„Auðvitað veit ég að Real Madrid stuðningsmönnum dreymir um Mbappe, en það gera líka stuðningsmenn allra félaga," sagði Vinicius í viðtali við Telefoot í Frakklandi.

„Allir vilja sjá hann hérna (í spænsku úrvalsdeildinni) og ég held að hann muni koma. Það er enginn vafi á því að við myndum vinna marga titla saman."

Vinicius segist ekki þekkja Mbappe mikið en þeir spjalli stundum saman á samfélagsmiðlinum Instagram.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner