Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. júní 2019 10:51
Elvar Geir Magnússon
Wan-Bissaka færist nær Man Utd - Fundur í dag
Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Manchester United og Crystal Palace hittast í dag til að ræða um möguleg kaup á enska U21-landsliðsmanninum Aaron Wan-Bissaka.

United hefur komið með endurbætt tilboð í bakvörðinn sem fékk verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína á liðnu tímabili.

Goal.com heldur því fram að Wan-Bissaka fari í læknisskoðun hjá United í vikunni og verði keyptur á 55 milljónir punda.

Crystal Palace vill að hluti af samningnum verði að ákvæði í samningi Wilfried Zaha um að Manchester United geti keypt hann til baka verði gert óvirkt.

Wan-Bissaka er með enska U21-landsliðinu á lokakeppni Evrópumótsins en hann skoraði sjálfsmark í tapi gegn Frakklandi sem reyndist tryggja Frökkum sigurinn.
Athugasemdir
banner
banner