Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. júní 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ESPN: De Gea hefur 12 mánuði til að bjarga ferli sínum hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Umræðan um það hver verði markvörður Manchester United á næstu tímabilum er vinsæl í Englandi. David de Gea er aðalmarkvörður félagsins og hefur verið í um áratug.

Frammistaða Dean Henderson hjá Sheffield United og frammistaða de Gea á tímabilinu er meginástæða umræðunnar en Henderson er að láni frá Manchester United. Henderson hefur þótt vera einn allra besti markvörður deildarinnar á meðan de Gea hefur átt misjafnt tímabil.

ESPN greinir frá því í dag að de Gea hafi nú tólf mánuði til að bjarga ferli sínum hjá Manchester United. Félagið er að melta það hvort félagið eigi að halda í de Gea lengur en út næsta tímabil eða hvort Dean Henderson taki við aðalmarkvarðarstöðunni.

De Gea kom til Manchester United árið 2011 frá Atletico Madrid. Henderson var að láni hjá Shrewsbury tímabilið 2017-2018 og nú síðustu tvö tímabil hjá Sheffield United.
Athugasemdir
banner
banner
banner