Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Fjölnir framlengir við þrjá lykilleikmenn
Sara Montoro
Sara Montoro
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær Bertha María Óladóttir, Lára Marý Lárusdóttir og Sara Montoro hafa framlengt samningum sínum við knattspyrnudeild Fjölnis.

„Þetta er mikið fagnaðarefni enda munu þær gegna lykilhlutverki í liði okkar í Lengjudeildinni í sumar," segir í yfirlýsingu frá Fjölni.

Bertha María er 20 ára miðjumaður sem uppalin er hjá Breiðablik en er að spila sitt þriðja tímabil með Fjölni. Bertha á yfir 80 KSÍ leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim þrjú mörk. Í fjarveru Írisar Óskar (meiðsli) hefur Bertha tekið við fyrirliðabandinu. Samningur Berthu gildir til tveggja ára.

Lára Marý er 22 ára miðjumaður, uppalin hjá okkur í Grafarvoginum. Hún á 40 KSÍ leiki í meistaraflokki og hefur skorað í þeim sjö mörk. Lára hóf sinn meistaraflokksferil árið 2015 og því um okkar einn reynslumesta leikmenn að ræða. Samningur Láru gildir til tveggja ára.

Sara er 17 ára sóknarmaður sem er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokki. Hún er uppalin í Fjölni og komin með 30 KSÍ leiki og hefur skorað í þeim 15 mörk. Mikill markaskorari hér á ferðinni sem vert er að fylgjast með. Samningur Söru gildir til þriggja ára. Afturelding lagði fram tilboð í Söru í vikunni en nú er ljóst að hún verður áfram hjá Fjölni.

„Knattspyrnudeild Fjölnis lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa þessa leikmenn áfram í röðum okkar Fjölnismanna og bindur miklar vonir við þær í sumar og á komandi árum," segir í yfirlýsingu frá Fjölni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner