banner
   mið 24. júní 2020 22:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gaman að vera líkt við besta aukaspyrnusérfræðing í sögu deildarinnar
Alexander-Arnold fagnar marki sínu.
Alexander-Arnold fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ein af okkar betri frammistöðum á þessu tímabili," segir hægri bakvörðurinn, Trent Alexander-Arnold, um 4-0 sigur Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Alexander-Arnold skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og kom þannig Liverpool á bragðið í leiknum.

„Ég hef verið að æfa mig mikið og ég fékk nokkur tækifæri gegn Everton sem ég var ekki nægilega ánægður með að skora ekki úr. Það er alltaf gott að sjá til þess að boltinn fari að rúlla fyrir liðið."

Alexander-Arnold hefur verið líkt við David Beckham, fyrrum landsliðsfyrirliða Englands.

„Það er gaman að vera líkt við besta aukaspyrnusérfræðing í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, en það er verk að vinna fyrir mig," sagði hinn 21 árs gamli Alexander Arnold í samtali við Sky Sports, en Liverpool getur mögulega orðið Englandsmeistari á morgun ef Manchester City tekst ekki að vinna Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner