mið 24. júní 2020 09:40
Magnús Már Einarsson
Geoffrey Castillion ekki í Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert verður af því að framherjinn Geoffrey Castillion komi á láni til Fylkis frá Persib Bandung í Indónesíu.

Castillion skoraði tíu mörk með Fylki í fyrra en hann samdi í vetur við Persib Bandung. Hlé er á fótboltanum í Indónesíu vegna kórónaveirunnar og hugmyndin var að Castillion kæmi á láni til Fylkis.

Persib Bandund fékk hins vegar engin svör um það hvort það væri mögulegt að lána Castillion og fá hann aftur til sín áður en tímabilið hefst í haust.

„Það gekk illa hjá liðinu hans úti að fá svör frá Indónesíska knattspyrnusambandinu og því fór sem fór. Það er stutt eftir af glugganum og við þurftum að fá svar af eða á," sagði Hrafnkell Helgason, formaður meistaraflokksráðs hjá Fylki, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hrafnkell segir að Fylkismenn skoði nú möguleika á að fá á annan framherja áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku.

„Við erum að skoða hvað er í boði. Það voru vonbrigði að þetta skildi ekki ganga upp en mér skilst að þeir séu að byrja að æfa fljótlega í Indonóesíu og tímabilið byrjar í september."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner