Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 24. júní 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Liverpool gæti orðið 'sófameistari' annað kvöld
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Chelsea gæti annað kvöld innsiglað fyrsta Englandsmeistaratitil Liverpool í 30 ár, ef Liverpool vinnur Crystal Palace í kvöld.

Ljóst er að ef Liverpool vinnur í kvöld og Manchester City tekst ekki að vinna Chelsea á Stamford Bridge annað kvöld þá verður Liverpool staðfestur Englandsmeistari.

Oft er talað um 'sófameistara' þegar lið vinna titla án þess að vera að spila.

Ef bæði Liverpool og City vinna í vikunni þá verður leikur á Etihad þann 2. júlí þar sem City þarf að taka öll stigin til að fresta fögnuði Liverpool. Ef City vinnur þá þurfa Klopp og lærisveinar að vinna Aston Villa á Anfield þann 5. júlí til að tryggja sér titilinn.
Athugasemdir
banner
banner