Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. júní 2020 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Logi gefur út nýja plötu - Breyttir tímar
Logi Tómasson eða Luigi eins og hann kýs að kalla sig
Logi Tómasson eða Luigi eins og hann kýs að kalla sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sögur Útgáfa
Logi Tómasson, leikmaður Víkings R. í Pepsi Max-deildinni, er margt til lista lagt, en hann þykir afar efnilegur í tónlistinni og er að gefa út nýja plötu sem ber heitið Breyttir Tímar.

Logi, sem er fæddur árið 2000, skaust fram á sjónarsviðið á síðasta tímabili er hann skoraði eftirminnilegt mark gegn Val í 3-3 jafntefli í fyrstu umferð deildarinnar.

Það reyndist mark ársins í deildinni en hann lék 16 leiki og skoraði 2 mörk.

Í tónlistinni gengur hann undir nafninu Luigi en hann gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári. Lagið Púlla Upp náði meðal annars miklum vinsældum en nú er von á annarri plötu.

Nýja platan, Breyttir Tímar, kemur út á miðnætti aðfararnótt föstudags. Þar vinnur hann meðal annars með Herra Hnetusmjör og Króla auk þess sem Gummi Ben kemur fyrir í einu lagi.

Reynir Haraldsson, leikmaður ÍR, kemur þá að vinnslu plötunnar en Ingi Bauer og Ágúst Karel Magnússon koma einnig að. Hér fyrir neðan má sjá lagalistann.

Lögin á Breyttir Tímar:

1. Breyttir tímar
2. Akureyri - Herra Hnetusmjör
3. Samstarf - Joe Frazier
4. Gummi Ben fer á Klúbbinn
5. Fótboltastelpa - Jón Jónsson
6. Þegar ég mæti
7. Ómægad
8. Ástarleit
9. Má ég heyra
10. Sóló - Herra Hnetusmjör
11. Alltof fljótt - Króli
12. Góð fyrir mig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner