mið 24. júní 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Fleiri vafaatriði í leik D/R og Þróttar V.
Valdimar Pálsson var dómari leiksins á laugardag.
Valdimar Pálsson var dómari leiksins á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eins og sést skrifað í færslunni hér að ofan, sem inniheldur myndskeið af því helsta sem gerðist í leik Dalvíkur/Reynis og Þróttar V. síðastliðinn laugardag á Dalvíkurvelli, var af nægu að taka í leiknum þegar kemur að vafaatriðum.

Sjá einnig:
„Stórundarleg" dómgæsla á Dalvík - Sjáðu sigurmarkið sem dæmt var af

Umræða skapaðist í kjölfar leiksins um mark sem var dæmt af gestunum undir lok leiks. Atvikin eru fleiri og er líklega um rangstöðu að ræða í fyrsta marki Þróttar sem dæmt var gott og gilt.

„Vissulega galin dómur þarna í restina í þessum leik. En Dalvíkingar voru ekkert minna rændir heldur en Þróttarar, galið að flagga ekki rangstöðu í markinu þeirra á 0:31. Meter fyrir innan," skrifar Aci Milisic í færslu sinni á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner