Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mið 24. júní 2020 22:48
Ester Ósk Árnadóttir
Sævar: Á að hafa tekið 60 metra sprett
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í bikarleikjum þá skiptir líka máli hversu stórt maður tapar," sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir 6-0 tap á Greifavellinum í dag.

Lestu um leikinn: KA 6 -  0 Leiknir R.

Sólon Breki Leifsson og Brynjar Hlöðversson fengu báðir rauð spjöld á þrítugustu mínútu. Sævar var ósáttur við dómarann í báðum atvikum.

„Mjög svekkjandi að fá tvö rauð spjöld. Sólon Breki rennur í bæði skiptin á lélegum Akureyrarvelli. Leiðinlegt að sjá KA manninn meiðast en þetta er eiginlega völlurinn, hann er sleipur. Rauða spjaldið á Binna er aldrei rautt spjald. Ég sá ekki fyrra gula spjaldið en seinna spjaldið segir dómarinn að hann hafi tekið 60 metra sprett í átt að honum ógnandi en það er ekki rétt. Binni var að ræða rauða spjaldið sem Sólon fékk."

Eftir þetta rann leikurinn út í sandinn.

„Þarna fór eiginlega leikurinn bara. Við reynum eins og við gátum að halda haus. Mjög lélegt að fá mark á okkur úr föstu leikatriði."

Ungir leikmenn hjá Leikni fengu tækifæri.

„Við fórum inn í seinni hálfleikinn og ætluðum að fá eitthvað út úr þessum leik, ekki missa hausinn með að tuða í dómaranum. Það var gaman að sjá ungu leikmennina koma inn á og fá reynslu. Þeir stóðu sig frábærlega. Það er svona það eina sem við getum tekið úr þessu."

Leiknir mætir Vestri í næsta leik í Lengjudeildinni.

„Þetta var bara aukakeppni, við erum að fókusa á deildina og leikurinn á sunnudaginn á móti Vestra er miklu mikilvægari en þessi. Við erum strax byrjaðir að fókusa á hann. Okkur hlakkar til."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner