Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 24. júní 2020 22:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Marínó: Væri stemning að vinna KA á Greifavelli
Siggi í leik gegn Aftureldingu á síðasta tímabili.
Siggi í leik gegn Aftureldingu á síðasta tímabili.
Mynd: Raggi Óla
„Við erum komnir áfram og það er um það bil eina jákvæða sem tökum úr þessum leik. Við klárum þetta hérna alveg í restina," sagði Sigurður Marínó Kristjánsson, annar af markaskorurum Þórs, eftir sigur gegn Reyni í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Reynir S.

Siggi skoraði úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir af framlengingunni en staðan var 1-1 að loknum 90 mínútum. Þórsarar sigruðu Völsung í vítaspyrnukeppni fyrir tæpum tveimur vikum. Er spilamennskan í bikarnum áhyggjuefni?

„Það er erfitt að segja nei við þessu en ég ætla samt að gera það. Þetta er bikarinn, önnur keppni. Það er samt ekki alveg nógu gott að geta ekki sýnt okkar rétta andlit í bikarnum."

Reynir hefði með smá heppni getað leitt 0-2 í hálfleik en Þórsarar fengu þó sjálfir færi til að skora undir lok hálfleiksins. Staðan var 0-1 í hálfleik og Siggi var spurður af hverju Þórsurum tókst ekki að koma betur inn í fyrri hálfleikinn.

„Ef ég hefði svarið við því þá hefði það sennilega ekki gerst. Þetta er eitthvað sem menn þurfa að grafa ofan í hver fyrir sig. Menn verða að mæta klárir með hausinn í lagi og bara smá pung, sýna aðeins það sem við stöndum fyrir sem við gerum ekki í dag."

Þórsarar eru komnir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Er Siggi með óskamótherja í bikarnum?

„Já, það er rosalega auðvelt að segja bara KA. Það skiptir ekki öllu máli heima eða úti. Það væri kannski meiri stemning að hafa það á Greifavelli, vinna þá þar."

Siggi skoraði úr vítaspyrnu undir lok leiks og erfitt var að sjá á hvað var dæmt. Siggi segist ekki alveg vita á hvað var dæmt.

„Svo bendir Helgi [dómari leiksins] á punktinn. Þeir segja hendi en ég get ekki svarað því."

Að lokum var Siggi spurður út í dagana fyrir þennan leik en Þór hefur verið mikið milli tannanna á fólki og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum vegna derhúfna sem leikmenn og þjálfari voru með á höfði sér í viðtölum eftir síðasta leik. Truflaðist undirbúningurinn fyrir þennan leik vegna atburða vikunnar?

„Nei ég get ekki séð það að það hafi einhver áhrif á okkur. Þetta er eitthvað sem stjórnin glímir við. Við höfum haldið okkur algjörlega utan við þessi mál í fjölmiðlum og það á ekki að hafa nein áhrif á okkur. Ef það er samt tilfellið þá er það hjá hverjum og einum að vinna úr því. Það á ekki að hafa nein áhrif."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner