mið 24. júní 2020 12:52
Hafliði Breiðfjörð
Þór með auglýsingu frá Coolbet á árskortum
Mynd: Fótbolti.net
Þór auglýsti erlenda veðmálafyrirtækið Coolbet á árskortum sem félagið var með í sölu fyrir tímabilið. Vísir greinir frá þessu í dag.

Knattspyrnudeild Þórs sendi í gær yfirlýsingu vegna brota á lögum um veðmálaauglýsinga en tveir leikmenn Þórs og þjálfari liðsins mættu með Coolbet derhúfur í viðtöl eftir sigur á Grindavík í Lengjudeildinni á föstudag.

Þórsarar harma þessi mistök í yfirlýsingunni í gær en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur vísað málinu til aga og úrskurðarnefndar.

„Enginn samningur hefur verið gerður við umrætt fyrirtæki né mun vera gerður og Þór hefur ekki og mun ekki þiggja neinar greiðslur frá þeim," segir í yfirlýsingu Þórs í gær.

Þrátt fyrir það er Coolbet með auglýsingu á árskortum Þórsara eins og Vísir greinir frá í dag.

Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs sagði við Vísi í dag að um mál knattspyrnudeildar væri að ræða og vildi ekki tjá sig. Vísir hefur ekki náð í Óðinn Svan Óðinsson, formann knattspyrnudeildar, þrátt fyrr ítrekaðar tilraunir.

Sjá einnig:
Þórsarar brutu lög gegn veðmálaauglýsingum í kvöld
KSÍ skoðar mál Þórsara - ÍTF fordæmir hegðunina
Derhúfur Þórsara komnar á borð aganefndar KSÍ
Yfirlýsing Þórs: Harma mistökin
Athugasemdir
banner
banner
banner