Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. júní 2020 14:52
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur KSÍ 
Þór sektað um 50 þúsund vegna veðmálaauglýsinga
Þórsarar hafa fengið sekt frá KSÍ fyrir veðmálaauglýsingar.
Þórsarar hafa fengið sekt frá KSÍ fyrir veðmálaauglýsingar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KSÍ tilkynnti í dag að Þór hafi fengið 50 þúsund króna sekt á fundi aga- og úrskurðarnefndar í gær vegna veðmálaauglýsinga.

Smelltu hér til að lesa úrskurðinn

Tveir leikmenn og þjálfari liðsins mættu með derhúfur merktar Coolbet í viðtöl á Fótbolta.net eftir sigur liðsins á Grindavík í 1. umferð Lengjudeildarinnar.

Félagið gaf út yfirlýsingu um að um mistök hafi verið að ræða en neitaði að hafa tekið á móti greiðslu fyrir auglýsinguna né samið við Coolbet. Vísir greindi svo frá því í dag að Þór hafi verið með auglýsingu frá Coolbet á árskortum félagsins. Þar með þótti margt benda til að yfirlýsingin frá félaginu væri var ósönn.

KSÍ hefur nú sektað félagið fyrir þetta en þó er ljóst að brot Þórs er einnig brot á landslögum og félagið gæti fengið enn harðari refsingu þar. Í dómi KSÍ segir meðal annars:

„Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vill að lokum minna á nauðsyn þess að grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót verði í heiðri höfð, en þar segir: Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina."

Sjá einnig:
Þórsarar brutu lög gegn veðmálaauglýsingum í kvöld
KSÍ skoðar mál Þórsara - ÍTF fordæmir hegðunina
Derhúfur Þórsara komnar á borð aganefndar KSÍ
Yfirlýsing Þórs: Harma mistökin
Þór með auglýsingu frá Coolbet á árskortumÞór sektað um 50 þúsund vegna veðmálaauglýsinga
Yfirlýsing frá Þór: Þungbær en réttmætur úrskurður
Athugasemdir
banner
banner