Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír leikmenn PSG með veiruna
Ekki hefur komið fram hvaða leikmenn eru með veiruna.
Ekki hefur komið fram hvaða leikmenn eru með veiruna.
Mynd: Getty Images
Leikmenn PSG eiga að mæta til æfinga í þessari vikunni en framundan er undirbúningur fyrir tvo bikarúrslitaleiki og útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu.

Leikmenn voru skimaðir fyrir kórónaveirunni í vikunni og niðurstaða skimunarinnar leiddi í ljós að þrír leikmenn félagsins eru með veiruna, félagið staðfesti það í gær.

Deildinni í Frakklandi lauk í apríl en ákveðið var þá að flauta mótið af vegna heimsfaraldursins. Liðið á þó eftir að leika úrslitaleikinn í franska bikarnum og deildabikarnum. Þeir leikir fara fram 24. og 31. júlí.

Í ágúst hefst þá útsláttarkeppnin í Meistaradeildinni á nýjan leik. Þar er PSG komið í 8-liða úrslit. Auk leikmannanna þriggja var einn starfsmaður félagsins einnig greindur með veiruna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner