Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. júní 2020 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var rekinn fyrir 'White Lives Matter' borðann
Borðinn ömurlegi.
Borðinn ömurlegi.
Mynd: Getty Images
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið með 'Black Lives Matter' á treyjum sínum.
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið með 'Black Lives Matter' á treyjum sínum.
Mynd: Getty Images
Jake Hepple, stuðningsmaður Burnley, sem er á bak við 'White Lives Matter' borðann sem flogið var með yfir Etihad-völlinn í Manchester síðasta mánudag, hefur verið rekinn úr vinnu sinni.

Manchester City vann Burnley 5-0, en á meðan leiknum stóð flaug flugvél yfir völlinn með óviðeigandi borða. Leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa ákveðið að krjúpa fyrir leiki til að sýna stuðning í baráttunni gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi gegn svörtu fólki. Baráttan hefur verið undir nafninu 'Black Lives Matter'.

Hepple fær lífstíðarbann frá Burnley og hefur hann einnig verið rekinn úr vinnu sinni, en hann hefur starfað fyrir fyrirtækið Paradigm Precision.

„Einstaklingurinn vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið. Paradigm Precision líður ekki kynþáttafordóma í neinu formi," sagði í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Af hverju er 'White/All Lives Matter' óviðeigandi?
Með slagorðinu 'Black Lives Matter' er ekki verið að segja að líf svartra einstaklinga skipti meira máli en önnur líf - eins og sumir kannski halda. Það er verið að benda á það að líf svartra eru ekki metin jafnt á við önnur líf í Bandaríkjunum, og annars staðar hvað það varðar. Það er verið að berjast fyrir jafnrétti.

Þú getur frætt þig meira um þetta hérna.

Sjá einnig:
Ben Mee um borðann: Þetta er skammarleg hegðun


Athugasemdir
banner
banner
banner