Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 24. júní 2020 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Vonast til að halda Saliba í mánuð til viðbótar
William Saliba
William Saliba
Mynd: Arsenal
Claude Puel, þjálfari franska félagsins St. Etienne, er vongóður um að halda William Saliba út júlí en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Arsenal festi kaup á Saliba frá St. Etienne á síðasta ári en franska félagið setti skilyrði fyrir því að hann yrði á láni hjá félaginu út þessa leiktíð.

Hann hefur gert góða hluti á tímabilinu og mun liðið spila gegn Paris Saint-Germain í úrslitum franska bikarsins þann 24. júlí.

Tímabilið í Frakklandi var flautað af vegna áhrifa kórónuveirunnar en það var ákveðið að klára frönsku bikarkeppnina í ljósi þess að sigurvegarinn fær sæti í Evrópudeildinni.

Lánssamningur Saliba rennur út í lok júní en Puel vonast til að halda honum í mánuð til viðbótar.

„Lánssamningur Saliba rennur út í lok mánaðarins. Hann elskar að æfa með liðinu og við erum að sjá hvað við getum gert til að halda honum aðeins lengur hjá okkur," sagði Puel á blaðamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner