Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. júní 2021 12:01
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna líklega á leið til Tyrklands
Birkir spjallar við Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara.
Birkir spjallar við Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, lykilmaður í íslenska landsliðinu, er líklega á leið í tyrkneska boltann.

Hann ku vera nálægt því að semja við Adana Demirspor en liðið vann tyrknesku B-deildina á síðasta tímabili og leikur því í efstu deild á því næsta.

Birkir átti mjög gott tímabil með Brescia í ítölsku B-deildinni en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Birkir skoraði sex mörk og átti þrjár stoðsendingar.

Birkir er 33 ára miðjumaður og hefur um margra ára skeið leikið lykilhlutverk fyrir Ísland. Alls á hann 98 landsleiki og hefur skorað 14 mörk.
Athugasemdir
banner
banner