Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 24. júní 2021 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Grótta gæti verið í brasi í glugganum"
Lengjudeildin
Pétur Theódór Árnason.
Pétur Theódór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var rætt um það í Innkastinu síðasta mánudag að félög í efstu deild myndu hugsanlega leita til Gróttu þegar félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum.

Grótta er um miðja deild í Lengjudeildinni, en í liðinu eru frambærilegir leikmenn sem hafa vakið áhuga hjá félögum í efstu deild.

Þar fremstur á meðal jafningja er sóknarmaðurinn Pétur Theódór Árnason sem er markahæstur í Lengjudeildinni með tíu mörk í sjö leikjum. Stjarnan reyndi að fá hann fyrir mót en Grótta vildi ekki selja hann þá. Pétur er samningsbundinn Gróttu út næstu leiktíð.

„ÍBV og Fjölnir eru ekki að fara að láta neinn frá sér, örugglega ekki Grindavík..." sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Kristófer Orri Pétursson (miðjumaður í Gróttu) er klárlega leikmaður sem hægt er að nota í efstu deild. Grótta gæti verið í brasi í glugganum, með að halda mönnum. Það er auðveld bráð því þeir eru ekki að fara að gera neitt en þeir eru samt með flotta stráka."

Pétur Theódór skoraði gegn HK í bikarnum í gær eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var spurður út í Pétur eftir leikinn.

„Hann er frábær leikmaður, skorar í dag og er búinn að skora tíu mörk í deildinni. Það kveikir áhuga hjá öðrum félögum, hvort sem það er erlendis eða hér heima. Hann er frábær leikmaður," sagði Gústi.
Gústi Gylfa: Hann má alveg greina leikinn og koma með einhver XG
Innkastið - Logi látinn fjúka og víti fara forgörðum
Athugasemdir
banner
banner
banner