Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valur og Breiðablik verða í pottinum í dag
Úr leik Vals og Breiðabliks fyrr á þessu tímabili.
Úr leik Vals og Breiðabliks fyrr á þessu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður dregið í forkeppni Meistaradeildar kvenna í dag og eru tvö íslensk félög í pottinum; Breiðablik og Valur.

Það verður dregið klukkan 11:00 að íslenskum tíma í dag.

Fyrirkomulagið verður alveg eins og í fyrra þegar fjögur lið voru dregin saman og mætast svo innbyrðis í undanúrslitum og svo í úrslitaleik um að komast áfram í aðra umferð forkeppninnar.

Breiðablik fór alla leið í riðlakeppnina í fyrra - eftirminnilega - á meðan Valur féll úr leik í fyrstu umferð þar sem þær drógust gegn þýska félaginu Hoffenheim.

Íslandsmeistarar Vals gætu til að mynda mætt Rangers frá Skotlandi og Breiðablik gæti þurft að spila þýska úrvalsdeilarfélagið Frankfurt eða Kristianstad frá Svíþjóð í undanúrslitum. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstad og yrði það svo sannarlega áhugaverð viðureign.

Liðin sem Breiðablik getur mætt í undanúrslitum:
9 Eintracht Frankfurt (GER) 15.133
10 Servette FCCF (SUI) 10.500
11 Kristianstad (SWE) 8.833
12 Slovácko (CZE) 7.766
13 Sturm Graz (AUT) 6.700
14 Rosenborg (NOR) 6.500
15 Roma (ITA) 5.900
16 Tomiris-Turan (KAZ) 4.600

Liðin sem Valur getur mætt í undanúrslitum:
23 Rangers (SCO) 4.400
24 Lanchkhuti (GEO) 3.800
25 Split (CRO) 3.700
26 Racing FC Union Luxembourg (LUX) 3.600
27 KÍ Klaksvík (FRO) 3.600
28 Shelbourne (IRL) 3.500
29 Birkirkara (MLT) 3.000
30 Swansea City (WAL) 2.900
31 Qiryat Gat (ISR) 2.800
32 ALG Spor (TUR) 2.600
33 SFK Rīga (LVA) 2.400
34 Agarista CSF Anenii Noi 2020 (MDA) 2.400
35 Glentoran (NIR) 2.200
36 UKS SMS Łódź (POL) 2.200
37 KuPS Kuopio (FIN) 1.900
38 Hayasa (ARM) 1.400
39 Lokomotiv Stara Zagora (BUL) 1.200
40 Hajvalia (KOS) 1.100
41 Spartak Myjava (SVK) 1.100
42 Ljuboten (MKD) 0.400
Athugasemdir
banner
banner
banner