Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júlí 2020 10:30
Fótbolti.net
Lið 8. umferðar - Varnarmenn í aðalhlutverki
Eyjólfur Héðinsson (til vinstri) í baráttunni í leiknum gegn ÍA í gærkvöldi.
Eyjólfur Héðinsson (til vinstri) í baráttunni í leiknum gegn ÍA í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Kristijan Jajalo markvörður KA í leiknum gegn FH.
Kristijan Jajalo markvörður KA í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni er varnarsinnaðara en oft áður. Stillt er upp í leikkerfið 5-4-1 að þessu sinni en fjögur lið héldu hreinu í umferðinni.

HK vann Breiðablik 1-0 í Kópavogsslag í Kórnum. Ívar Örn Jónsson og Guðmundur Þór Júlíusson voru öflugir í vörn HK og hjálpuðu liðinu að halda hreinu. Brynjar Björn Gunnarsson er síðan þjálfari umferðarinnar.

Valur skellti sér á toppinn með 3-0 heimasigri á Fylki. Sebastian Hedlund og Sigurður Egill Lárusson skoruðu báðir og voru bestu menn vallarins.

Ingibergur Kort Sigurðsson kom sprækur inn á sem varamaður og tryggði Fjölni stig gegn Íslandsmeisturum KR. Þar var Atli Sigurjónsson besti maður KR en hann skoraði með skalla í leiknum.

Kristijan Jajalo markvörður KA og Guðmundur Kristjánsson varnarmaður FH voru bestu menn vallarins í markalausu jafntefli KA og FH.

Heiðar Ægisson lagði upp mark og Eyjólfur Héðinsson var á skotskónum í öflugum útisigri Stjörnunnar á ÍA. Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði þriðja mark sitt í Pepsi Max-deildinni í sumar í 1-1 jafntefli Gróttu og Víkings R.

Sjá einnig:
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Athugasemdir
banner
banner