Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 24. júlí 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Best í 7. umferð: Geggjað að skora fyrstu þrennuna
Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðablik)
Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki gegn Val.
Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir er leikmaður 8. umferðar í Pepsi Max-deildinni en hún fór á kostum í 4-0 sigri Breiðabliks á Val í toppslag
á þriðjudaginn. Sveindís skoraði þrennu í leiknum.

„Það er ógeðslega gaman að fá svona sterkt Valslið á heimavöllinn okkar og rústa þeim eiginlega," sagði Sveindís við Fótbolta.net eftir leik.

Staðan var markalaus í hálfleik en Sveindís skoraði tvívegis á fyrstu tveimur mínútum í síðari hálfleik.

„Við ákváðum að koma af krafti í seinni hálfleik og keyra á þær. Það var gott að fá mark í byrjun seinni hálfleiks, það breytti öllu."

Sveindís var að skora sína fyrsu þrennu í Pepsi Max-deildinni en hún er á láni hjá Breiðabliki frá Keflavík. „Þetta er geggjað. Það var ótrúlega gaman að skora þessa þrennu," sagði Sveindís.

Breiðablik á tvo leiki inni eftir að leikmenn liðsins voru í sóttkví á dögunum. Fyrri leikurinn af þeim er gegn nýliðum Þróttar í kvöld.

„Þær eru með sterkt lið sem nýliðar. Það verður ótrúlega erfitt að brjóta þær niður en við komum sterkar til leiks og ætlum að ná í þrjú stig þar," sagði Sveindís.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 1. umferð - Katla María Þórðardóttir (Fylkir)
Best í 2. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Best í 3. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Best í 6. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (KR)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner