Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. júlí 2020 08:13
Innkastið
„HK væri í Evrópubaráttu ef þeir spiluðu við Breiðablik í hverri umferð"
Ásgeir Börkur Ásgeirsson átti frábæran leik.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„HK elskar að spila á móti Breiðabliki. Þeir voru gíraðir í þessum leik. Þeir tóku fjögur stig á móti Blikum í fyrra og HK væru í Evrópubaráttu ef þeir spiluðu við Breiðablik í hverri umferð," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gærkvöldi.

HK vann Breiðablik 1-0 í Kópavogsslag í Kórnum í gær eftir að hafa einnig vegnað vel gegn Blikum á síðasta tímabili.

„Það hafa allir verið gagnrýndir í þessu liði nema Valli litli Vall sem hefur verið eins manns skriðdreki. Það sem þeir gerðu í þessum leik var það sem þeir gerðu í fyrra," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Þarna var HK liðið eins og ég þekkti þá. Það var lykill að mörgu að henda sér fyrir allt og berjast en það var gott skipulag og góðar færslur."

„Diddi (Sigurður Hrannar Björnsson) var flottur í markinu. Varnarlínan var að spila eins og í fyrra. Ásgeir Börkur var að spila ofurhetju leik, hans langbesti í sumar. Hann fór 2-3 sinnum niður eins og boxari sem var sleginn niður en hann neitaði að geafst upp. Hann var með baráttuanda og vann vel fyrir framan vörnina. Þetta var HK eins og þegar þeir voru með A-game á síðustu leiktíð," sagði Tómas Þór.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Titringur í Breiðabliki og Stjarnan getur unnið mótið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner