Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. júlí 2020 08:46
Magnús Már Einarsson
Sancho einn af fimm á óskalista Man Utd
Powerade
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Thiago Alcantara
Thiago Alcantara
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með nýjan slúðurskammt. Njótið!



Valencia ætlar ekki að lækka verðmiðann á kantmanninum Ferran Torres (21)

Chelsea hefur verið að fylgjast með Jose Gimenez (25) varnarmanni Atletico Madrid. (Telegraph)

Kai Havertz (21), miðjumaður Leverkusen, er búinn að ná samkomulagi við Chelsea. (Star)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, hefur áhuga á að fá Declan Rice frá West Ham. (Express)

Philippe Coutinho (28) hefur beðið umboðsmann sinn að fresta viðræðum við önnur félög þar til að hann verður búinn að klára Meistaradeildina með Bayern Munchen í ágúst. Coutinho er í láni frá Barcelona en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Express)

Bayern Munchen ætlar ekki að selja miðjumanninn Thiago Alcantara (29) ódýrt en hann hefur verið orðaður við Liverpool. (Metro)

Benfica hefur ekki lengur áhuga á Edinson Cavani (33) en hann er á förum frá PSG. Cavani vill fá 18 milljónir evra fyrir eins árs samning. (A Bola)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, vill ráða yfrmann fótboltamála til félagsins. (Telegraph)

Jesse Lingard hefur beðið Jadon Sancho um að koma til félagins frá Borussia Dortmund í sumar. (Evening Standard)

Sancho er einn af fimm leikmönnum sem Ole Gunnar Solskjær vill bæta við hópinn hjá Manchester United í sumar. Solskjær gæti selt nokkra leikmenn til að fá pening í kassann. (Telegraph)

Aðrar fréttir segja að Manchester United hafi sett öll leikmannakaup á ís vegna fjárhagsvandræða en félagið þarf að bíða og sjá hvort það komist í Meistaradeildina. (Express)

Tottenham er á eftir Nicolo Zaniolo (21) miðjumanni Roma. (Guardian)

West Ham vill fá Eberechi Eze (22) miðjumann QPR í sínar raðir. Crystal Palace hefur einnig áhuga á Eze. (Evening Standard)

Dennis Bergkamp vill koma inn í þjálfarateymið hjá sínu gamla félagi Arsenal í framtíðinni. (FourFourTwo)
Athugasemdir
banner
banner
banner