Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 11:34
Brynjar Ingi Erluson
Fulham nær samkomulagi við Liverpool um Wilson
Harry Wilson er að semja við Fulham
Harry Wilson er að semja við Fulham
Mynd: EPA
Enska B-deildarfélagið Fulham hefur komist að samkomulagi við Liverpool um kaup á velska vængmanninum Harry Wilson en Paul Joyce hjá Times og James Pearce hjá Athletic fullyrða þetta.

Wilson er 24 ára gamall og uppalinn hjá Liverpool en hann þótti mikið efni hér árum áður.

Liverpool lánaði hann til Derby County, Bournemouth og nú síðast Cardiff en hann spilaði feykivel með öllum liðunum.

Honum tókst þó aldrei að heilla Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, og fékk aðeins tvo leiki með aðalliðinu. Þar af einn leik á síðustu leiktíð.

Fulham hefur verið í viðræðum við Liverpool um kaup á honum síðustu daga en nú er samkomulag í höfn. Fulham greiðir 12 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Wilson hefur síðustu daga æft með aðalliðinu í Austurríki en er nú farinn aftur til Englands þar sem hann mun ganga frá samningum við Fulham.

Þetta verður þriðji leikmaðurinn sem Liverpool selur á nokkrum dögum en Marko Grujic fór til Porto á meðan Taiwo Awoniyi gekk til liðs við Union Berlin.
Athugasemdir
banner
banner
banner