Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 24. júlí 2022 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Vill frekar lækka launin um helming en að fara til Man Utd
Frenkie de Jong vill vera áfram hjá Barcelona
Frenkie de Jong vill vera áfram hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong er opinn fyrir því að lækka laun sín um helming hjá Barcleona í þeirri von um að vera áfram hjá félaginu en þessu er haldið fram hjá spænska miðlinum AS.

Hin endalausa saga um De Jong virðist vera að taka enda en Hollendingurinn er reiðubúinn að vera áfram hjá Barcelona þrátt fyrir mikinn áhuga frá Manchester United.

United hefur verið í viðræðum við Barcelona síðustu vikur um kaup á De Jong en enska félagið hefur þó ekki náð að sannfæra hann um að koma.

Barcelona skuldar De Jong 17 milljónir evra í laun og er hann ekki eini leikmaðurinn sem á inni laun hjá félaginu. Barcelona heldur samt áfram að eyða háum fjárhæðum í leikmannakaup en það virðist engu máli skipta.

De Jong er fastur á því að vera áfram hjá Barcelona og segir nú AS að Xavi, þjálfari Börsunga, hafi beðið De Jong um að taka á sig helmings launalækkun, ef hann ætlar að vera áfram hjá félaginu og er De Jong opinn fyrir þeirri hugmynd.

Hann vill frekar taka því en að fara til Manchester United. De Jong er ekki sagður hrifinn af þeirri hugmynd að búa í Manchester og er ekki sannfærður um eigendur félagsins.

De Jong tók á sig 12 prósent launalækkun þegar Covid-faraldurinn var í gangi til að hjálpa spænska félaginu í gegnum erfiðan rekstur en hún tekur hann á sig enn eina launalækkunina og fer úr því að þéna 12 milljónir evra í árslaun í aðeins sex milljónir á ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner