fös 24. ágúst 2018 13:33
Magnús Már Einarsson
Ekki tilkynnt strax hver verður með fyrirliðabandið
Icelandair
Aron verður ekki með í fyrstu leikjunum í Þjóðadeildinni.
Aron verður ekki með í fyrstu leikjunum í Þjóðadeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, vill ekki gefa út strax hver verður með fyrirliðabandið í komandi leikjum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði landsliðsins, er meiddur og verður ekki með í leikjunum.

„Það kemur í ljós," sagði Hamren á fréttamannafundi í dag aðspurður hver verður fyrirliði.

„Ég vil ræða þetta við leikmenn fyrst. Við höfum ekki hitt þá ennþá. Ég tel að það sé betra að sýna leikmönnum virðingu og tala fyrst við leikmenn um það áður en ég ræði við ykkur."

Hamren staðfesti einnig að Aron verði áfram fyrirliði íslenska landsliðsins.
Leikir Íslands Þjóðadeildinni
8. september Sviss-Ísland (St. Gallen)
11. september Ísland-Belgía (Laugardalsvöllur)
15. október Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur)
15. nóvember Belgía-Ísland (Brussel)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner