Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. ágúst 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Engar áhyggjur af Birki Má - Hólmar líka klár í bakvörðinn
Icelandair
Birkir Már Sævarsson hefur verið traustur í hægri bakverðinum undanfarin ár.
Birkir Már Sævarsson hefur verið traustur í hægri bakverðinum undanfarin ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, ræddi hægri bakvarðarstöðuna í íslenska landsliðinu á fréttamannafundi í dag þegar hópurinn var tilkynntur fyrir komandi leiki gegn Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni.

Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Vals, er á sínum stað í hópnum en fáir aðrir hreinræktaðir hægri bakverðir hafa ógnað stöðu hans undanfarin ár.

„Það er búið að efast um Birki Má í sex ár en ég minni á að frændi hans (Gunnleifur Gunnleifsson) er að spila fimmtugur. Við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim dreng," sagði Freyr.

„Ég hef engar áhyggjur af Birki Má og hef aldrei haft. Sérstaklega í þessum leikjum núna í haust."

„Það er vitað mál að við höfum ekki mikla breidd í hægri bakvarðarstöðunni en Hólmar Örn (Eyjólfsson) spilaði undirbúningsleik fyrir HM í hægri bakverði og gerði það frábærlega. Hann getur vel leyst stöðuna eins og staðan er núna."


Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner