Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 24. ágúst 2018 14:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Ég er eins og krakki á jólunum
Ætlar að fylgjast vel með Alberti
Icelandair
Erik Hamren og Freyr Alexandersson völdu sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Hér er Hamren a fréttamannafundinum.
Erik Hamren og Freyr Alexandersson völdu sinn fyrsta landsliðshóp í dag. Hér er Hamren a fréttamannafundinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er ekki í hópnum.
Albert Guðmundsson er ekki í hópnum.
Mynd: Getty Images
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamren var hress þegar hann mætti í viðtal eftir að hann tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp. Þessi landsliðshópur mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í næsta mánuði.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn.

„Fyrstu dagarnir hafa verið góðir. Það hefur farið mikil vinna í það að skoða marga leiki með Íslandi, sjá leikmennina spila með félagsliðum sínum og svo framvegis. Ég hef mikið rætt við Frey og við höfum verið að plana ýmsa hluti. Þetta hefur verið mikil vinna en ég hef notið þess. Ég hlakka til að byrja að spila leiki," sagði Hamren.

„Það er alltaf erfitt að velja hóp, ekki bara fyrsta hópinn. Það eru alltaf 1-2 leikmenn sem þú hugsar mikið um eða 1-2 stöður þar sem þú hefur marga mismunandi leikmenn til þess að velja úr um. Þetta er góð tilfinning eftir að við erum búnir að velja hópinn og þegar þú ert með þá tilfinningu þá ertu kannski búinn að velja vel."

Albert ekki í hópnum
Einn af þeim leikmönnum úr HM hópnum sem ekki var valinn í fyrsta landsliðshóp Hamren var hinn efnilegi Albert Guðmundsson.

„Hann er ekki byrjunarliðsmaður að mínu mati," sagði Hamren.

Albert, sem er nýgenginn í raðir AZ Alkmaar frá PSV Eindhoven í Hollandi, fer þess í stað í verkefni með U21 landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins.

„Hann var einn af þeim leikmönnum sem ég var að hugsa mest um. Ég og Freyr áttum margar samræður um hann. Ungir leikmenn þurfa leiki og það var betra að hann færi í U21 og spilaði í staðinn fyrir að sitja á bekknum með aðalliðinu."

„Ég mun fylgjast vel með honum, bæði hjá félagsliðinu hans og U21 landsliðinu. Það sem ég séð af honum og það sem ég hef heyrt er að hann er góður og athyglisverður leikmaður sem gæti orðið mjög góður í framtíðinni."

„Væri heimskur að halda þeirri vinnu ekki áfram"
Undir stjórn Heimis Hallgrímssonar og Lars Lagerback spilaði Ísland sérstakan stíl af fótbolta. Liðið var mjög beinskeytt og það virkaði frábærlega, kom liðinu á tvö stórmót.

Hamren vonast til að setja sín fingraför á liðið.

„Allir þjálfarar hafa eitthvað fram að færa. Ísland hefur gert frábærlega undir stjórn Heimis og Lars. Ég væri heimskur að halda þeirri vinnu ekki áfram, ég mun ekki algjörlega breyta því. Það verða einhver smáatriði öðruvísi," sagði Hamren.

Hamren iðar í skinninu að stýra fyrstu leikjunum.

„Ég er eins og krakki á jólunum. Ég hlakka mjög til. Ég hef ekki hitta alla leikmennina, ég hef rætt við nokkra þeirra. Ég hef heldur ekki hitt alla í starfsliðinu. Núna erum við að hefja vegferð saman," sagði Hamren að lokum.

Leikir Íslands í Þjóðadeildinni:
8. september Sviss-Ísland (St. Gallen)
11. september Ísland-Belgía (Laugardalsvöllur)
15. október Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur)
15. nóvember Belgía-Ísland (Brussel)

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner