Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 24. ágúst 2018 13:46
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn klár í að spila 15-20 mínútur - Úti í kuldanum hjá Nantes
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson getur spilað 15-20 mínútur í komandi leikjum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni að sögn Erik Hamren landsliðsþjálfara. Kolbeinn er í íslenska landsliðshópnum sem var tilkynntur í dag.

„Kolbeinn er ekki tilbúinn að byrja leik því hann hefur ekki spilað lengi. Ég ræddi við hann. Hann er heill heilsu og ég vil að hann komi. Ef hann getur haldist heill og byrjað að spila þá er það mjög áhugavert fyrir okkur. Hann getur spilað 15-20 mínútur og komið inn á í þessum leikjum," sagði Hamren á fréttamannafundi í dag.

„Þessar 15-20 mínútur geta verið mjög góðar fyrir okkur. Ég vonast líka til að við getum komið honum meira inn í framtíðinni. Tölfræði hans með íslenska landsliðinu er stórkostleg og ég vona að hann geti verið heill heilsu. Þá getur hann verið mjög góður fyrir okkur."

Skilur ekki hvernig Nantes getur ekki notað Kolbein
Kolbeinn hefur ekki verið inni í myndinni hjá félagsliði sínu Nantes í Frakklandi.

„Kolbeinn er heill heilsu og í góðu formi. Hann er hins vegar í vandræðum hjá klúbbnum því hann er á sölulista og fær ekki að spila á meðan. Hann er að vinna í sínum málum varðandi félagaskipti núna," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari.

„Við vonum að hann fari að spila sem fyrst. Ef það þarf að selja hann til að það gerist þá er það best. Ég skil ekki hvernig Nantes getur ekki notað eins góðan leikmann og Kolbein Sigþórsson en það er ekki mitt mál."

Leikir Íslands í Þjóðadeildinni:
8. september Sviss-Ísland (St. Gallen)
11. september Ísland-Belgía (Laugardalsvöllur)
15. október Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur)
15. nóvember Belgía-Ísland (Brussel)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner