Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. ágúst 2018 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi ekki tilbúinn að hætta - „Pressuðum ekki á hann"
Icelandair
Ragnar er í landsliðshópnum. Hann er hættur við að hætta.
Ragnar er í landsliðshópnum. Hann er hættur við að hætta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson er í landsliðshópi Íslands sem mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Erik Hamren og Freyr Alexandersson voru að tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp.

Ragnar gaf í skyn eftir HM að hann væri hættur í landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall.

Hamren gaf það út á sínum fyrsta blaðamannafundi að hann myndi reyna að sannfæra Ragnar um að halda áfram og það tókst hjá Hamren og Frey.

„Ég ræddi við hann og hann tók sér viku í að hugsa málin áður en hann gaf okkur jákvætt svar," sagði Hamren þegar hann var spurður um Ragnar.

Freyr, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði að Ragnar væri ekki tilbúinn að hætta strax. Hann er lykilmaður í plönum Hamren og Freys.

„Það er best að hann fái að útskýra það sjálfur ef það er eitthvað sem hann vill segja. Það sem að skiptir máli er að við áttum gott samtal um fótbolta og lífið. Við gáfum honum tíma, vorum ekki að pressa á hann. Svo hringdi hann eitt kvöldið og sagði að hann væri virkilega ekki tilbúinn að hætta. Það eru gleðitíðindil," sagði Freyr.

Leikir Íslands í Þjóðadeildinni:
8. september Sviss-Ísland (St. Gallen)
11. september Ísland-Belgía (Laugardalsvöllur)
15. október Ísland-Sviss (Laugardalsvöllur)
15. nóvember Belgía-Ísland (Brussel)
Athugasemdir
banner
banner
banner