Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 24. ágúst 2018 11:24
Elvar Geir Magnússon
Raggi og Kári í hópnum hjá Hamren
Icelandair
Ragnar hættur við að hætta. Hann hefur spilað 80 landsleiki
Ragnar hættur við að hætta. Hann hefur spilað 80 landsleiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason, sem myndað hafa miðvarðapar Íslands í gegnum blómaskeiðið undanfarin ár, eru báðir í landsliðshópnum sem Erik Hamren tilkynnir á eftir.

Þetta herma heimildir Vísis.

Eftir HM í Rússland tilkynnti Ragnar, sem er 32 ára, óvænt að hann ætlaði að láta staðar numið með landsliðinu. Hamren hefur líklega fengið hann til að hætta við að hætta en þess má geta að þeir eru með sama umboðsmann.

Flestir bjuggust við að landsliðsferli Kára, sem er 35 ára, myndi ljúka eftir HM. Hann samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar en á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna smávægilegra meiðsla.

Sjá einnig:
Alfreð ekki í fyrsta landsliðshóp Hamren

Fréttamannafundir Hamren hefst á Laugardalsvelli klukkan 13:15 og verður í beinni á Fótbolta.net.

Þar tilkynnir hann hópinn sem mætir Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. Leikið verður gegn Sviss ytra þann 8. september og svo gegn Belgum heima 11. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner