mán 24. september 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Draumaliðsdeildin: Skýrslur og bónusstig 21. umferðar
Sam Hewson skoraði þrjú gegn KA en tapaði samt.
Sam Hewson skoraði þrjú gegn KA en tapaði samt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næstsíðasta umferð sumarsins í Pepsi-deild karla fór fram í gær og setti Valur aðra hönd á titilinn þrátt fyrir tap gegn FH.

Stjarnan, sem hefði getað jafnað Val á stigum, tapaði í Vestmannaeyjum og er dottið niður í þriðja sæti. Breiðablik er í öðru sæti, tveimur stigum frá Val.

Ljóst er að Blikar og Stjörnumenn verða að treysta á tap hjá Val í lokaumferðinni til að eiga möguleika á titlinum. Valur tekur á móti botnliði Keflavíkur á laugardaginn.

Ef Valur gerir jafntefli við Keflavík þá þurfa Blikar sex marka sigur gegn KA til að stela titlinum.

Hér að neðan eru allar skýrslur og bónusstig í 21. umferð Draumaliðsdeild Eyjabita.

Fjölnir 0 - 2 Breiðablik
3 - Óliver Sigurjónsson (Breiðablik)
2 - Willum Þór Willumsson (Breiðablik)

ÍBV 2 - 1 Stjarnan
3 - Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
2 - Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV)

FH 2 - 1 Valur
3 - Guðmundur Kristjánsson (FH)
2 - Atli Guðnason (FH)

KA 4 - 3 Grindavík
3 - Sam Hewson (Grindavík)
2 - Hallgrímur Már Steingrímsson (KA)

KR 1 - 1 Fylkir
3 - Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
2 - Atli Sigurjónsson (KR)

Keflavík 0 - 4 Víkingur R.
3 - Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
2 - Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Athugasemdir
banner
banner
banner