Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. september 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rússneskt félag í leit að eiganda brjóstahaldara
Mynd: Getty Images
Það er ekki öll vitleysan eins og í Rússlandi eiga menn stundum til að fara all leið í ruglinu eins og rússneska úrvalsdeildarliðið Ural gerði eftir leik liðsins við Rostov um helgina.

Frá undirfatnaði kvenna til tappatogara og allt upp í falskar tennur, þú getur aldrei útilokað þá hluti sem dúkka upp eftir að lokaflautið gellur í knattspyrnuleikjum.

FC Ural ákvað að senda frá sér lista af hlutum sem týndust eftir viðureign við Rostov um helgina en listinn góði innihélt meðal annars brjóstahaldara og tappatogara.

FC Ural er staðsett í Yekaterinaburg en liðið hefur ekki byrjað tímabilið vel og er þessa stundina í 12. sæti úrvalsdeildarinnar þar í landi. Ein af jákvæðari úrslitum hjá liðinu til þessa komi í 1-1 jafntefli gegn Rostov á mánudaginn.

Eftir leik liðsins sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem það tilkynnti hvaða hlutir hefðu fundist að leik loknum og bauð fólki að nálgast hlutina. Myndir, lyklar, hanskar, skæri, tappatogari, svitalyktaeyðir og brjóstahaldari voru á meðal hluta á listanum.

Það var ekki bara í Rússlandi sem aðdáendur virðast hafa tapað hlutum. Accrington Stanley sem leikur í ensku fyrstu deildinni sendi frá sér tilkynningu þar sem þeir leituðu að eiganda falskra tanna sem fundust að leik loknum. Það er greinilega ansi margt sem gleymist í hita leiksins.



Athugasemdir
banner
banner
banner