mán 24. september 2018 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone og Luis Enrique eru stuðningsmenn VAR
Mynd: Getty Images
Mikil umræða hefur verið í kringum byltingarkennda myndbandstækni í knattspyrnuheiminum, VAR.

Menn eru ýmist með eða á móti þessari tækni sem hefur þegar verið tekin í notkun í ítalska, spænska og þýska boltanum auk þess að hafa verið notuð á HM í Rússlandi.

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, og Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánverja, eru sammála um að myndbandstæknin sé komin til að vera.

„VAR er ekki fullkomið kerfi en ég er viss um að það muni halda áfram að verða betra og betra með tímanum. Það hjálpar til við að eyða óréttlæti af knattspyrnuvellinum og mín tilfinning er að þetta sé gríðarlega jákvæð þróun fyrir knattspyrnu," sagði Simeone.

Luis Enrique fór lengra en kollegi sinn og sagði að VAR sé það besta sem hefur komið fyrir knattspyrnu.

„VAR er algjör snilld þegar tæknin er rétt notuð. Þetta fækkar mistökum og gerir leikinn sanngjarnari. Þetta er það besta sem hefur komið fyrir fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner