Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 24. september 2018 17:15
Magnús Már Einarsson
Yngsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar lét vita af sér á Snapchat
Eyþór Orri Ómarsson.
Eyþór Orri Ómarsson.
Mynd: ÍBV
Kantmaðurinn ungi Eyþór Orri Ómarsson átti góða innkomu í 2-1 sigri ÍBV gegn Stjörnunni í gær. Eyþór varð í júní síðastliðnum yngsti leikmaðurinn í sögu efstu deildar þegar hann kom inn á undir blálokin í leik ÍBV og KR, þá 14 ára gamall.

Eyþór hefur fengið fleiri mínútur síðan þá og hann átti þátt í fyrra marki Eyjamanna í gær. Eyþór, sem var að hefja nám í tíunda bekk, átti þann draum að verða yngsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni áður en hann náði markmiðinu í ár.

„Þetta er skemmtileg týpa. Hann hafði samband við mig á Snapchat fyrir löngu síðan og sagðist vonast til að verða yngsti leikmaðurinn til að koma inn á í Pepsi," sagði Hjálmar Örn Jóhannsson um Eyþór í Innkastinu á Fótbolta.net í dag.

„Ég vissi ekkert hver þetta var þá en ég hef rosalega gaman að þessum strák."

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Sjá einnig:
14 ára kom inn á hjá ÍBV - Yngstur í sögu efstu deildar (3. júní 2018)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner