Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fim 24. september 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ási Arnars: Erum á þeirri vegferð að búa til gott lið í Grafarvogi
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er því miður sama sagan hjá okkur aftur og aftur," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 1-3 tap á heimavelli gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Það vantar kannski trú, kannski gæði fyrir framan markið en það vill ekki detta fyrir okkur. Fyrir utan byrjunina á leiknum... þá fannst mér við spila vel í dag. Boltinn gekk vel, við héldum vel í boltann, sköpuðum okkur fullt af mjög góðum færum og spiluðum nógu vel til að vinna þennna leik sannfærandi. En við nýttum ekkert af færunum og þá þróast leikurinn þannig að við opnum okkur undir lokin og bjóðum hættunni heim til þess að reyna að skora eitthvað," sagði Ásmundur.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 ÍA

„Ég held ég hafi sagt þetta nokkrum sinnum áður, ágætis leikur og ágætis frammistaða en ekki nóg til þess að vinna."

Fjölnir er á botninum níu stigum frá öruggu sæti eins og staðan er núna. Verður Ási áfram með liðið á næstu leiktíð?

„Já, það er alla vega ekkert annað í stöðunni. Samningurinn er út næsta ár og samvinna og samtölin eru þannig að menn eru að skoða hvað við getum gert í framhaldinu hvað sem verður. Það verður að halda áfrma að bæta mannskapinn, bæta hópinn og bæta spilamennskuna. Á þeirri vegferð erum við, að búa til gott lið í Grafarvoginum."

Fjölnir er með sterka yngri flokka. „Við erum að reyna að þétta hópinn af heimamönnum og reynum að búa til sterkt lið með kjarna af leikmönnum sem eru hér uppaldir. Það eru að koma mikið af spennandi og efnilegum strákum upp sem félagið þarf að halda vel utan um. Því miður hefur sagan verið þannig að menn eru full fljótir á sér að færa sig um set um leið og menn fara að skína. Það er mikilvægt að hér sé haldið vel á spöðunum."

Ítarlegt viðtal er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner