Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lögregla kölluð til á Leiknisvelli vegna illdeilna og hótana
Frá Leiknisvelli.
Frá Leiknisvelli.
Mynd: Boladeildin
Lögregla var kölluð til eftir viðureign Leiknis/KB og Þórs í 2. flokki karla síðasta sunnudag. Vísir greinir frá þessu.

„Leikmenn voru afar ósáttir við dómara leiksins sem óttaðist um öryggi sitt samkvæmt heimildum Vísis," segir í greininni. Lögregla mætti á svæðið vegna illdeilna og hótana.

Leikurinn endaði 3-2 fyrir Þór, en tveir leikmenn Leiknis, Aron Jarl Davíðsson og Danny Tobar Valencia, voru reknir af velli undir lokin og þá fékk þjálfarinn Leon Einar Pétursson að líta rauða spjaldið.

Leikmennirnir, sem eru báðir á 18. aldursári, fengu fimm og þriggja leikja bann fyrir ofsalega framkomu. Þjálfarinn fékk þriggja leikja bann fyrir „orðbragð eða látbragð sem var særandi, móðgandi, svívirðilegt." Þá fékk Leiknir 17,500 króna sekt.

Leon Einar fékk sína þriðju brottvísun í sumar og það sama á við Aron Jarl. Danny Tobar var að fá sína aðra brottvísun í sumar.

Sjá einnig:
Frá aga- og úrskurðarnefnd 22.09.2020
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner