Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. nóvember 2021 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um markið hjá Thiago: Vá!
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ánægður með 2-0 sigurinn á Porto í 5. umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Draumamark Thiago og gott mark frá Mohamed Salah tryggði sigurinn en Liverpool hefur unnið alla leiki sína í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.

„Þetta var góð frammistaða en hefðum geta gert betur og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum svolítið erilsamir. Fólk heldur að við vorum að spila auðveldan leik en við vissum að það var alls ekki þannig."

„Við hefðum getað tapað þessu í kvöld. Við vorum heppnir á sumum augnablikum. Við áttum augnablik þar sem við vorum ekkert alltof svalir, en ég bjóst ekki við þessu í kvöld. Ég bjóst ekki við þessari miskunnarlausu pressu. Við náðum að vinna okkur inn í leikinn og ég er ánægður með það."


Klopp hvíldi leikmenn á borð við Virgil van Dijk og Trent Alexander-Arnold en hann taldi það mikilvægt.

„Við náðum að hvíla mikilvæga leikmenn. Trent þurfti á hvíld að halda og líka Virgil. Það er allt í góðu."

„Við þurftum að hugsa að mörgu. Hver er meiddur og hver hefur ekki spilað og hver þarf að hvíla. Þeim fannst þeir ekki þurfa hvíld því að strákarnir eru vanir þessu en þetta snýst um þá leiki sem framundan eru þannig við þurfum að fá takt í leikmennina og það gekk vel. Engin meiðsli og allt í góðu."

Thiago skoraði magnað mark fyrir utan teig og kom Liverpool á bragðið en Klopp var orðlaus.

„Tvö mögnuð mörk og sérstaklega markið hjá Thiago. Vá!" sagði Klopp ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner