Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 25. janúar 2022 11:48
Elvar Geir Magnússon
Spá Man Utd fjórða sætinu - Lukaku og Sancho mestu floppin
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal.
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lukaku hefur ekki staðið undir væntingum.
Lukaku hefur ekki staðið undir væntingum.
Mynd: Getty Images
Daily Mail fékk sérfræðinga sína, Chris Sutton og Martin Keown fyrrum leikmenn í enska boltanum, til að spá í spilin og svara nokkrum spurningum um ensku úrvalsdeildina.

Þeir spáðu meðal annars í það hvaða lið mun enda í hinu eftirsótta fjórða sæti og komast þar með í Meistaradeild Evrópu. Báðir spá Manchester United fjórða sætinu.

„Með þennan leikmannahóp á Manchester United að hafa þetta. Eftir sigrana að undanförnu held ég að sjálfstraustið fleyti United áfram," segir Keown.

„Ég veðja líka á United. Ég er samt ekki alveg sannfærður um þá. Ég held að Ralf Rangnick, leikmenn og stuðningsmenn séu heldur ekki sannfærðir," segir Sutton.

Lukaku og Sancho mestu vonbrigðin
Hvaða leikmaður hefur verið mestu vonbrigðin á tímabilinu?

„Romelu Lukaku. Ég hélt að hann myndi gera gæfumuninn og Chelsea væri líklegast til að verða Englandsmeistari vegna marka frá honum. Það hefur hinsvegar ekki gerst. Hann hefur aðeins skorað tvívegis í ensku úrvalsdeildinni síðan í september og kom stjóranum í klemmu eftir vanhugsað viðtal. Hann hefur verið mestu vonbrigði tímabilsins," segir Sutton.

„Ég ætla að velja Jadon Sancho. Hann hefur ekki staðið undir væntingum en það er klárt að hæfileikarnir eru til staðar. Hann á enn möguleika á því að snúa sínu gengi og gengi United við," segir Keown.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner