mán 25. mars 2019 16:07
Arnar Daði Arnarsson
250 Íslendingar á Stade de France í kvöld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Um 250 Íslendingar verða á Stade de France í París í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir heimsmeisturum Frakklands í undankeppni EM 2020.

Í morgun birtum við frétt þess efnis að aðeins 75 Íslendingar yrðu á vellinum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ verða áhorfendurnir fleiri en talað var um í fyrstu.

Leikur Frakklands og Íslands fer fram á Stade de France í París þjóðarleikvangi Frakklands en völlurinn tekur 80.000 áhorfendur í sæti.

Hefst leikurinn klukkan 19:45 að íslenskum tíma og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner