Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 15:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andrea Mist fer til Suður-Kóreu í stað Elínar Mettu
Andrea Mist í leik með Þór/KA.
Andrea Mist í leik með Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jón Þór Hauksson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur gert eina breytingu á leikmannahóp sínum fyrir vináttuleikina tvo í Suður-Kóreu í byrjun apríl.

Elín Metta Jensen verður ekki með liðinu í þessu verkefni og í hennar stað hefur Jón Þór valið Andreu Mist Pálsdóttir, sem er í láni hjá austurríska liðinu FFC Vorderland frá Þór/KA.

Andrea Mist hefur leikið tvo leiki með A landsliði kvenna, báða snemma árs 2018, og á jafnframt samtals 30 leiki með U17 og U19 landsliðum Íslands.

Báðir leikirnir eru gegn Suður-Kóreu.

Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma.

Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.

Hópurinn:

Sonný Lára Þráinsdóttir | Breiðablik
Sandra Sigurðardóttir | Valur
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir | Þór/KA
Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden
Guðrún Arnardóttir | Djurgarden
Anna Björk Kristjánsdóttir | PSV
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard
Anna Rakel Pétursdóttir | Linköping
Elísa Viðarsdóttir | Valur
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir | Kristianstad
Sandra María Jessen | Leverkusen
Andrea Rán Hauksdóttir | Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir | Breiðablik
Sigríður Lára Garðarsdóttir | ÍBV
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals
Lára Kristín Pedersen | Þór/KA
Ásta Eir Árnadóttir | Breiðablik
Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur
Andrea Mist Pálsdóttir | FFC Vorderland
Fanndís Friðriksdóttir | Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | PSV
Rakel Hönnudóttir | Reading
Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristianstad
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner