Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. mars 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cardiff reynir að komast hjá því að borga fyrir Sala
Mynd: Getty Images
Cardiff ætlar að reyna að komast hjá því að borga 15 milljónir punda fyrir Emiliano Sala. Cardiff var nýbúið að ganga frá kaupum á Sala þegar flugvél með honum innanborðs hrapaði með þeim afleiðingum að hann lést.

Hann og flugmaðurinn David Ibbotson voru einir um borð í flugvélinni. Lík Ibbotson hefur ekki enn fundist.

Sala var búinn að semja við Cardiff en félagið heldur því fram að kaupin hafi ekki verið kláruð að öllu leyti og Salah hafi ekki verið skráður sem leikmaður í ensku úrvalsdeildinni.

Nantes heldur því aftur á móti fram að allt hafi verið klappað og klárt og því eigi Cardiff að borga.

Málið er komið á borð hjá Alþjóðarknattspyrnusambandinu FIFA, sem vill að Cardiff skili sínum sönnunargögnum fyrir 3. apríl.



Athugasemdir
banner
banner
banner