Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. mars 2019 14:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Barca í Hollandi - Sagður ætla ræða við Ajax
Mynd: Getty Images
Sagan segir að hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt sé á leið til Barcelona.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, er samkvæmt spænskum fjölmiðlum í Hollandi þar sem hann mun fara í viðræður við Ajax varðandi De Ligt.

Barcelona er nú þegar búið að kaupa liðsfélaga De Ligt hjá Ajax, miðjumanninn Frenkie de Jong, og talið er að Katalóníustórveldið vilji klára kaupin á De Ligt fyrir 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar, sem hefjast 9. apríl.

Ajax mætir Juventus í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Juventus og Liverpool eru líka talin hafa áhuga á hinum 19 ára gamla De Ligt.

De Ligt spilaði með hollenska landsliðinu gegn Þýskalandi í 3-2 tapi í gær. Hann skoraði fyrra mark Hollands í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner