Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 25. mars 2019 18:45
Elvar Geir Magnússon
París
Heimild: RÚV 
Freysi: Alfreð ryðgaður eftir leikinn við Andorra
Icelandair
Alfreð byrjar ekki.
Alfreð byrjar ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, ræddi við Frey Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfara á Stade de France rétt áðan.

Smelltu hér til að fara í beina textalysingu frá leiknum

Leikur Frakklands og Íslands hefst 19:45.

Athyglisverðasta við byrjunarlið Íslands er að Albert Guðmundsson spilar í fremstu víglínu en Alfreð Finnbogason byrjar á bekknum. Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og er ekki klár í að spila heilan leik í kvöld.

„Það er ekkert bakslag eftir fyrri leikinn. Hann er eiginlega á sama stað, hann er auðvitað smá ryðgaður eftir leikinn (gegn Andorra), það er stutt á milli leikja og hann er búinn að vera í löngum meiðslum. En Alfreð getur tekið þátt í leiknum í dag en hversu mikið verður bara að ráðast eftir því hvernig leikurinn þróast," segir Freyr við RÚV.

Albert hefur X-Faktor
Áhugavert verður að fylgjast með frammistöðu Alberts sem hefur verið úti í kuldanum hjá félagsliði sínu, AZ Alkmaar í Hollandi.

„Albert er búinn að vera mjög góður á æfingum, hann er ferskur. Hann spilaði varnarleikinn mjög vel þegar hann fékk sénsinn í október á móti Frökkunum, tveir frammi. Albert hefur eitt, sem við vitum öll, það er X-factor til að gera eitthvað óvænt. Við þurfum á því að halda í svona leikjum og ég hef mikla trú á að Albert eigi eftir að gera eitthvað skemmtilegt í dag," sagði Freyr við RÚV.

Um ástæðuna fyrir því að farið er í 5-3-2 leikkerfið:

„Það er margþætt. Fyrst og fremst að loka á það sem við vitum að er þeirra helsti styrkleiki, hvert þeir leita í sínum sóknarleik. Við teljum að það henti okkur betur í þessum leik, á þeirra heimavelli, að loka á það með því að spila með hávaxna fimm manna lína til baka og sterka miðjublokk þar fyrir framan. Allir þeir þrír sem eru þar fyrir framan hafa gríðarlega hlaupagetu og geta hjálpað okkur að loka þeim svæðum sem þarf að loka. Svo eru Gylfi og Albert þar fyrir framan."

RÚV sýnir leikinn beint en hér má horfa á viðtalið við Frey.
Athugasemdir
banner
banner
banner