Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 25. mars 2019 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi Þór: Þetta var mjög erfitt sóknarlega
Icelandair
Gylfi Þór SIgurðsson í leiknum gegn Frökkum í kvöld
Gylfi Þór SIgurðsson í leiknum gegn Frökkum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er frábært lið sóknarlega og varnarlega. Hvernig þeir hreyfa boltann og eru án hans er í fyrsta klassa og þetta er eitt af bestu liðum heims," sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkjandi 4-0 tap gegn heimsmeistaraliði Frakklands á Stade de France í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 4 -  0 Ísland

Þetta var annar leikur íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins en Frakkar byrjuðu vel og komust yfir á 11. mínútu með marki frá Samuel Umtiti. Olivier Giroud, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann bættu við mörkum og 4-0 sigur staðreynd.

Íslenska liðið spilaði fimma manna vörn og voru mjög aftarlega á vellinum og reyndist erfitt að sækja á franska liðið.

„Auðvitað vorum við inn í leiknum í 1-0 en þeir áttu séns á að skora tvö eða þrjú í fyrri hálfleik. Þetta var mjög erfitt sóknarlega og við vorum það djúpir varnarlega að það var erfitt þegar við unnum boltann að sækja og flestir voru inn á okkar vallarhelming."

„Það teygðist aðeins á þessu í stöðunni 2-0 og við að taka smá sénsa en það býður hættunni gegn svona leikmönnum. Þetta var erfitt fyrir mig og Albert. Hann gerði nokkrum sinnum vel að hlaupa út í horn og vinna innköst og aukaspyrnur en við vorum langt frá hvorum öðrum, vitandi það að þeir myndu halda boltanum vel og sækja vel." sagði hann ennfremur.

Gylfi var ólíkur sjálfum sér í leiknum og náði sér ekki á strik eins og svo margir aðrir í liðinu en hann var tæpur fyrir leikinn.

„Ég var alltaf að fara að spila en var með smá verk í fætinum og verkjatöflurnar voru ekki byrjaðir að kicka inn í upphituninni en það gerðist þegar við vorum komnir út."

Íslenska liðið er í baráttu um 2. sætið í riðlinum og verða næstu þrír leikir liðsins mikilvægir en þeir fara allir fram á Laugardalsvelli.

„Við vissum að Frakkarnir yrðu þeir sem myndu taka fyrsta sætið en auðvitað eru það leikirnir á móti Tyrklandi og Albaníu sem skipta máli. Aðalatriðið var sett á að taka þrjú stig á móti Andorra og leikirnir í sumar á móti liðunum sem verða örugglega í kringum okkur, þannig ef við spilum vel í sumar og tökum sex stig þar þá verðum við í mjög góðum málum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner