Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. mars 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Jói Kalli: Kemur á óvart hversu mikla yfirburði við höfum haft
Jóhannes Karl þjálfari ÍA.
Jóhannes Karl þjálfari ÍA.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Skagamenn hafa haft ástæðu til að fagna undanfarnar vikur og mánuði.
Skagamenn hafa haft ástæðu til að fagna undanfarnar vikur og mánuði.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Skagamenn eru komnir í úrslit Lengjubikarsins eftir 4-0 sigur á KA síðasta fimmtudag í Akraneshöllinni. ÍA er nýliði í Pepsi Max-deildinni á komandi tímabili.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA er að vonum stoltur af sínu liði með frammistöðuna sem liðið hefur sýnt á undirbúningstímabilinu. Hann var ánægður með spilamennsku sinna manna í leiknum gegn KA.

„Við vissum að KA myndu mæta til leiks með sterkt lið og við vissum að þegar komið er inn í svona keppni og þetta eru orðnir úrslitaleikir þá yrði þetta skemmtilegur leikur og mikið fjör. Það er gaman að fá svona alvöru leiki á undirbúningstímabilinu. Það var vel mætt í Akraneshöllina og það var góð stemning á leiknum."

„Við vorum klárir og gáfum fulla ferð í þetta þó að það hafi vantað leikmenn sem voru í landsliðsverkefnum. Við vorum samt sem áður klárir í þennan leik. Þetta spilaðist aðeins auðveldara en ég bjóst við en við náðum að verjast vel. Að lokum endaði þetta 4-0 og við vorum auðvitað mjög ánægðir með það," sagði Jói Kalli en kemur það honum á óvart að ÍA sé komið í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum?

„Í rauninni ekki. Við erum búnir að vinna vel í okkar hlutum alveg frá því fyrir jól. Það hefur verið stígandi í öllu því sem við höfum verið að gera og maður er fyrst og fremst ánægður með að það eru bætingar í fullt af hlutum á milli leikja hjá okkur og það er það sem maður vill sjá. Við höfum verið að skora aðeins meira en maður þorði að vona. Það er frábært að skora mikið af mörkum en varnarleikurinn hefur líka verið góður. Það hefur því kannski komið mikið á óvart hversu mikið við höfum verið að skora."

„Við erum með frábæra leikmenn í leikmannahópnum þannig það kemur mér ekkert á óvart að við séum komnir í úrslitaleikinn en kannski það hversu mikla yfirburði við höfum verið með í þessum leikjum kemur mér á óvart," sagði Jói Kalli sem býst ekki við því að ÍA bæti við sig fleiri leikmönnum áður en átökin í Pepsi Max deildinni hefjist.

„Við erum virkilega sáttir með leikmannahópinn okkar. Eins og það hefur sýnt sig í undirbúningsleikjunum þá erum við í hörku formi og það eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig. Samheldnin í hópnum er mikil og grunnurinn er heimamenn og við erum með góða blöndu í leikmannahópnum. Við erum virkilega sáttir með stöðuna eins og hún er," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA að lokum í samtali við Fótbolta.net.

ÍA mætir annaðhvort KR eða FH í úrslitum Lengjubikarsins. KR og FH mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins næstkomandi laugardag klukkan 13:00 á gervigrasvellinum í Vesturbænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner