Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Myndir: Pochettino í skýjunum með nýja völlinn
Pochettino brosti mikið þegar hann gekk út á nýja völlinn í gær.
Pochettino brosti mikið þegar hann gekk út á nýja völlinn í gær.
Mynd: Getty Images
Leikið var í fyrsta skipti á nýjum velli Tottenham í gær en þá mættust U-18 ára lið Tottenham og Southampton.

Tottenham vann leikinn 3-1 og Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham var að sjálfsögðu mættur til að taka út nýja völlinn og það var ekki annað að heyra en hann væri ánægður.

„Það eru spennandi tímar framundan, við kvöddum White Hart Lane með tárin í augunum og það má segja að viðbrögðin séu svipuð við því að koma á nýja völlinn. Nú er draumurinn orðinn að veruleika og við verðum að þakka Daniel Levy sem byrjaði að undirbúa þetta verkefni árið 2001."

„Það er mikið af fólki sem hefur lagt mikið á sig við byggingu vallarins og gert þennan draum að veruleika fyrir okkur. Ég vil þakka öllum stuðningsmönnunum fyrir alla þolinmæðina."

„Við erum í góðri stöðu í deildinni og fengum erfiðan drátt í Meistaradeildinni, ég held að með öllum þessum 62.000 stuðningsmönnum getum við fylgt draumnum okkar og farið í undanúrslit Meistaradeildarinnar," sagði Pochettino.

Hér að neðan má sjá myndir frá vellinum sem teknar voru á leik U-18 ára liða Tottenham og Southampton í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner