Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 09:19
Arnar Helgi Magnússon
Naby Keita á förum frá Liverpool?
Powerade
Mynd: Getty Images
Asensio fer ekki fet.
Asensio fer ekki fet.
Mynd: Getty Images
Naby Keita, Marco Asensio, Gareth Bale, Milan Skriniar og fleiri góðir eru í slúðurpakka dagsins sem að BBC tók saman.


Liverpool íhugar nú að selja Naby Keita strax eftir tímabilið. Hann var keyptur á 52 milljónir punda en félagið er reiðubúið að selja leikmanninn á minni upphæð. Lið í Þýskalandi eru áhugasöm um Keita. (Sun)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að Marco Asensio verði ekki seldur frá félaginu í sumar. Hann hefur verið orðaður við Liverpool. (Mirror)

Manchester United, Arsenal og Tottenham fylgjast öll með hinum danska Joachim Andersen sem að leikur með Sampdoria. (CalcioMercato)

Manchester United þarf að greiða met fjárhæð fyrir Harry Maguire, leikmann Leicester. (Star)

Liverpool mun missa af hinum nítján ára Matthijs de Ligt en Josep Maria Bartomeu, forseti Barceona, er nú á leiðinni til Hollands þar sem að hann ætlar að ræða við leikmanninn. (Sun)

Njósnateymi Manchester United hefur verið að fylgjast með hinum 21 árs gamla varnarmanni Norwich, Ben Godfrey. (Sun)

Jasper Cillesen mun að öllum líkindum yfirgefa Barcelona í sumar og hefur félagið nú þegar hafið leit að arftaka hans. (Marca)

Arsenal undirbýr nú tilboð í Joe Aribo, 22 ára gamlan miðjumann Charlton. (Mirror)

Everton og Newcastle berjast nú um vinstri bakvörð Olympiakos, Leonardo Koutris. Leicester og West Ham fylgjast einnig með gangi mála. (TeamTalk)

Njósnateymi Arsenal horfði á Nicolo Barella skora sitt fyrsta landsliðsmark gegn Finnlandi nú á dögunum (Metro)

Gareth Bale er velkominn til baka í Tottenham, þetta segir Ben Davies, varnarmaður Tottenham og samlandi Bale. (Goal)

Liverpool hefur verið með nokkra njósnara á leikjum Inter Milan undanfarið til þess að fylgjast með Milan Skriniar. (TeamTalk)

Juventus gæti keypt Raphael Varane frá Real Madrid í sumar en franski varnarmaðurinn vill yfirgefa spænska félagið. (Football Italia)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner