Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. mars 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Spekingar spá í spilin - Hvernig fer landsleikurinn í kvöld?
Icelandair
Sindri Sverrisson spáir í spilin fyrir kvöldið.
Sindri Sverrisson spáir í spilin fyrir kvöldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ísland mætir Frökkum í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2020 í París í kvöld. Hefst leikurinn klukkan 19:45 á íslenskum tíma.

Við fengum nokkra spekinga til að spá í spilin fyrir leikinn í kvöld.


Gunnar Birgisson, RÚV:
Þetta verður skellur af gamla skólanum hugsa ég. Mér hefur fundist vanta eitthvað í síðustu leikjum liðsins, svona þessa trú sem maður hafði alltaf í uppganginum. Frakkarnir eru ca. 11 númerum of stórir fyrir okkur eins og staðan er í dag og án Jóa Berg verður á brattann að sækja hugsa ég. Rúnar Már þarf að byrja þennan leik því Tindastóll-Þór Þorlákshöfn er á sama tíma og ég hugsa að bekkurinn hafi takmarkaða þolinmæði fyrir látunum í honum þegar Stólarnir byrja að salta, þannig best væri að láta hann hlaupa svolítið af sér hornin inná vellinum og taka svo leikinn bara á tímaflakkinu um kvöldið. Sömuleiðis held ég að Birkir Már verði lykill í kvöld, við förum í gamla góða taka úr umferð og verður hann settur eins og frakki utan um Mbappé. Hann er mjög kunnugur svona aðstæðum, t.a.m. mætti hann Andra Frey sóknarmanni Aftureldingar í síðasta mánuði á Origo-vellinum og stóð sig afar vel í að halda honum í skefjum. Eftir að ná að halda hreinu missir Ísland dampinn í seinni og niðurstaðan sannfærandi 5-1 tap, sjálfsmark frá Varane, sem því miður hafði ekki varan á í einni hornspyrnunni.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV:
Ég spái því að Frakkarnir vinni þetta 3-1 á sínum heimavelli. Frakkar verða meira með boltann í leiknum og stjórna leiknum. Mbappé, Pogba og Griezmann skora fyrir Frakkland en Ísland nær að pota inn einu áður en leiknum lýkur.

Sindri Sverrisson, Morgunblaðið:
Ísland getur alveg framkallað kraftaverk í kvöld en peningurinn færi á 2-0-sigur Frakka. Ég væri talsvert bjartsýnni með Jóa Berg innanborðs en án hans er ég hræddur um að við missum mikinn brodd úr skyndisóknunum. Frakkarnir eru með sitt sterkasta lið og þar er varla veikan blett að finna. Hljómar kannski fáránlega því hann er eins og aðrir fullur af gæðum en ég vonast til að Kimpembe byrji hjá þeim. Það er svona eini gaurinn þarna sem ég sé gera einhver heimskuleg mistök sem við getum fært okkur í nyt. Þrátt fyrir öll nöfnin þá er Mbappé sá sem maður óttast mest og það væri best ef hægt væri að setja Vindinn til höfuðs honum. Hann virðist einhvern veginn geta núllað út hvaða ofurleikmann sem er. En já, þetta verður alltaf drulluerfiður leikur og það eina sem maður biður um er að okkar menn kreisti út hvern einasta orkudropa til að lágmarka skaðann og jafnvel, hver veit, krækja í eitt stig.

Damir Muminovic, Breiðablik:
Þetta verður allt annar leikur en gegn Andorra. Ísland verður lítið með boltann í þessum leik. Fyrstu 45 mínúturnar verða erfiðar og Frakkland kemst i 2-0 í fyrri hálfleik. Rúnar Már kemur inná í seinni hálfleik og breytir leiknum! Gylfi skorar úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Ísland fær síðan hornspyrnu á 89. mínútu og Raggi skorar! Lokastaðan 2-2!

Guðjón Pétur Lýðsson, KA:
Þar sem stutt er á milli leikja og Frakkar með meiri breidd þá hef ég takmarkaða trú á okkar mönnum í þessum leik. Við verðum mjög skipulagðir og líklega í fimm manna vörn. Mér finnst líklegt að Sverrir komi inn með Kára og Ragga og við verðum þéttir til baka , Birkir Már og Ari verða svo í vængbakvörðunum þó svo hann gæti mögulega sett Hörð inn þar sem Ísland verða nánast bara í vörn þennan daginn. Gylfi og Aron verða á miðjunni og þurfa að hafa sig alla við gegn Pogba og félögum. Ísland þarf að ná að halda bolta vel þegar við höfum hann og Arnór Sig og Birkir verða góðir í því. Alfreð verður þeim til handar uppá topp og skorar eitt stykki mark. Við myndum ná að hanga á þessu með okkar sterkasta lið inná en þegur fer að líða á leikinn þá grunar mig að skiptingar og gæði Frakka komi í ljós og þeir setji tvö mörk og klári okkur 2-1. Vonandi gengur þessi spá mín ekki eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner