Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. mars 2019 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vont tap gegn heimsmeisturunum
Icelandair
Frakkar fagna marki.
Frakkar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Paul Pogba átti góðan dag á miðjunni.
Paul Pogba átti góðan dag á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mbappe í færi.
Mbappe í færi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frakkland 4 - 0 Ísland
1-0 Samuel Umtiti ('12 )
2-0 Olivier Giroud ('68 )
3-0 Kylian Mbappe ('78 )
4-0 Antoine Griezmann ('84 )
Lestu nánar um leikinn

Leik Frakklands og Íslands í undankeppni EM 2020 var að ljúka. Leikurinn fór fram á Stade de France leikvanginum í Saint-Denis hverfinu í París. Frakkar urðu heimsmeistarar í Rússlandi síðasta sumar og það var því ljóst að þetta yrði rosalega erfitt verkefni.

Komust snemma yfir
Ísland náði ekki að halda marki sínu hreinu lengi því Frakkar komust yfir á 12. mínútu. Kylian Mbappe, sá frábæri leikmaður, fékk þá aðeins of mikinn tíma á kantinum. Hann sendi boltann fyrir, beint á kollinn á Samuel Umtiti sem skoraði fyrsta markið í þessum leik.

Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn vann Ísland sig meira inn í leikinn, en Frakkar voru auðvitað betri aðilinn.

Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 1-0. Frakkar hefðu getað skorað meira en eitt mark í fyrri hálfleiknum en það gerðu þeir ekki. Á meðan munurinn var aðeins eitt mark var enn von fyrir Ísland.

Afhroð í seinni hálfleik
Þegar lítið var búið af seinni hálfleiknum átti Birkir Bjarnason líklega bestu tilraun Íslands í leiknum. Hann átti þá mjög gott skot með vinstri fæti fyrir utan teig. Skotið var út við stöng en Hugo Lloris varði vel.

Þessi bolti hefði mátt liggja í netinu því Frakkar áttu eftir að keyra yfir Íslendinga eftir þetta mark. Olivier Giroud skoraði annað markið á 68. mínútu eftir að Hannes Þór Halldórsson misreiknaði fyrirgjöf. Kylian Mbappe skoraði þriðja markið eftir frábæra sókn og Antoine Griezmann skoraði síðan fjórða markið.


Síðustu 30 mínúturnar í þessum leik voru arfaslakar hjá íslenska liðinu og lokatölur 4-0 fyrir heimsmeistara Frakklands.

Hvað þýða þessi úrslit?
Frakkland er með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Ísland er með þrjú stig. Næstu leikir í undankeppninni eru í júní. Þá koma Albanía og Tyrkland í heimsókn á Laugardalsvöll. Það verða rosalega mikilvægir leikir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner